Innsetning
React var hannað þannig að hægt sé að byrja að nota það hægt og rólega. Þú getur notað React eins lítið eða eins mikið og þú þarft. Hvort sem þig langar bara að finna smjörþefinn af React, bæta við gagnvirkni á HTML síðu, eða byrja á flóknu React verkefni, þá er þetta svæði fyrir þig.
Í þessum kafla
Prófaðu React
Þú þarft ekki að innsetja neitt til að byrja að fikta í React. Prófaðu að breyta kóðanum í þessum sandkassa!
function Heilsun({ nafn }) { return <h1>Halló, {nafn}</h1>; } export default function Forrit() { return <Heilsun nafn="heimur" /> }
Þú getur breytt kóðanum beint eða opnað sandkassan í nýjum flipa með því að smella á „Fork“ hnappinn í efri hægri kantinum.
Flestar síðurnar í React skjalbúnaðinum innihalda sandkassa eins og þennan. Fyrir utan þessa vefsíðu eru til aðrir sandkassar á veraldarvefnum sem styðja React: til dæmis CodeSandbox, StackBlitz, og CodePen.
Prófaðu React á eigin vél
Sæktu þessa HTML skrá til að prófa React staðbundið á eigin vél. Prófaðu að opna hana í eigin ritli og í vafranum þínum!
Byrjaðu á nýju React verkefni
Skoðaðu leiðbeiningar um uppsetningu á nýju React verkefni ef þú vilt smíða vefforrit eða vefsíðu frá grunni með React.
Bættu React við tiltækt verkefni
Skoðaðu leiðbeiningar um innsetningu á React í tiltæku verkefni ef þú vilt prófa að nota React í núverandi verkefni.
Næstu skref
Kíktu á fyrstu skref til að fá heildaryfirsýn á React og þeim hugtökum sem þú munt koma til með að nota dagsdaglega.